logo

Gítarstofan

Gítarnám

Almennt gítarnám í Gítarstofunni miðast við nám á það hljóðfæri sem oftast er kallað klassískur eða spánskur gítar. Möguleikar gítarsins eru margþættir, hann má nota sem undirleiks- eða meðleikshljóðfæri, sem laglínuhljóðfæri eða sem bassalínuhljóðfæri. Einnig er hægt að blanda öllum þessum þáttum þegar spilað er á eitt hljóðfæri með spilatækni klassísku spilahefðinnar. þetta gerir gítarinn að frábæru einleikshljóðfæri með mikla kosti og möguleika s.s. að spila margar raddir í einu og mynda samhljóm og vef margra radda. Námið miðar að því að læra um heildarhugmynd og innviði tónlistarinnar og gefur grunn og möguleika til persónulegrar tjáningar og upplifunar.

Hljómanámskeið eru fyrir þá sem vilja læra að spila hljomaundirleik. Námskeiðin eru 6 vikna námskeið þar sem kennd eru grunnatriði í hljómaspili og nemendum er leiðbeint hvernig þeir geti nýtt sér efni sem finna má á netinu.

 

Almennt gítarnám


Fyrir byrjendur frá 8 ára til fullorðinna.

Einkatími 30 mín. á viku.



Suzukigítarnám

Fyrir byrjendur frá 4 - 7 ára.

Einkatími 30 mín. í hverri viku.

+ Hóptími 45 mín. í annarri hverri viku.


 

 

Hljómanámskeið

6 vikna námskeið - einu sinni í viku.